Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 10. júní 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 8. umferðar - Katrín í fjórða sinn
Katrín hefur verið frábær í sumar.
Katrín hefur verið frábær í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha hefur leikið mjög vel á tímabilinu.
Natasha hefur leikið mjög vel á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murphy Agnew.
Murphy Agnew.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Núna er komið að úrvalsliði áttundu umferðar.

Aðra umferðina í röð er Kristján Guðmundsson þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Stjörnunni í stórsigri gegn Þór/KA, 5-0. Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar og er eiga mjög flott mót hingað til.

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, er sú fyrsta sem er í úrvalsliðinu í fjórða sinn í sumar. Betsy Hassett og Arna Dís Arnþórsdóttir, liðsfélagar hennar í Stjörnunni, eru líka í liðinu að þessu sinni.



Þá eiga Breiðablik, Þróttur og Valur öll tvö fulltrúa í liði áttundu umferðar.

Natasha Moraa Anasi er í þriðja sinn í liðinu og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er öðru sinni. Þær voru bestar á vellinum í sigri Breiðablik gegn Selfossi. Tiffany Sornpao, markvörður Selfoss, er einnig í liðinu en hún kom í veg fyrir að mörk Blika yrðu fleiri.

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir voru mjög góðar í stórsigri Vals gegn Aftureldingu og þá voru Katla Tryggvadóttir og Murphy Agnew bestar í sigri Þróttar gegn KR.

Að lokum kemst Olga Sevcova í úrvalsliðið í annað sinn í sumar eftir sína geggjuðu frammistöðu í sigri ÍBV gegn Keflavík.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner