Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 08. ágúst 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: FH áfram án taps - Víkingur vann Augnablik
FH hefur ekki tapað leik í sumar
FH hefur ekki tapað leik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur er í ágætis málum
Víkingur er í ágætis málum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
FH er áfram taplaust á toppnum eftir 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH á bragðið á 3. mínútu áður en Aldís Guðlaugsdóttir varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net í upphafi síðari hálfleiks.

Þetta voru einu mörkin í leiknum en FH er áfram á toppnum með 33 stig, fjórum stigum á undan HK sem er í öðru sæti. FH hefur unnið tíu leiki og gert þrjú jafntefli í sumar, en Fylkir er í 6. sæti með 12 stig.

Víkingu er komið upp í 4. sæti deildarinnar eftir 3-2 sigur á Augnabliki. Víkingur náði þriggja marka forystu í leiknum. Bergdís Sveinsdóttir skoraði á 24. mínútu og gerði Christabel Oduro annað markið níu mínútum síðar. Bergdís gerði annað mark sitt þegar tíu mínútur voru búnar af þeim síðari en Augnablik reyndi að koma til baka.

Katla Guðmundsdóttir minnkaði muninn í 3-1 á 68. mínútu og undir lok leiks gerði Harpa Helgadóttir annað mark heimaliðsins en lengra komst Augnablik ekki og lokatölur 3-2, Víkingi í vil. Liðið er í 4. sæti með 26 stig en Augnablik í 7. sæti með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fylkir 1 - 1 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('3 )
1-1 Aldís Guðlaugsdóttir ('48 , Sjálfsmark)

Augnablik 2 - 3 Víkingur R.
0-1 Bergdís Sveinsdóttir ('24 )
0-2 Christabel Oduro ('33 )
0-3 Bergdís Sveinsdóttir ('55 )
1-3 Katla Guðmundsdóttir ('68 )
2-3 Harpa Helgadóttir ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner