Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 08. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu frábært mark Haaland - Fagnaði að hætti Michu
Erling Braut Haaland skoraði tvö og lagði eitt upp í stórsigri Noregs á Norður-Írlandi í gærkvöldi.

Haaland og Alexander Sörloth fóru á kostum þar sem þeir settu sitthvora tvennuna og lögðu upp fyrir hvorn annan.

Eitt markið hans Haaland var afar laglegt þar sem hann þrumaði skoppandi knettinum í þaknetið með sínum öfluga vinstri fæti.

Haaland heldur mikið uppá spænska sóknarmanninn Michu, sem skoraði 28 mörk á tíma sínum hjá Swansea, og fagnaði að hans hætti. Michu skoraði 18 mörk í 35 úrvalsdeildarleikjum tímabilði 2012-13, þegar Haaland var aðeins 12 ára gamall.

Northern Ireland 1-[2] Norway - E. Haaland 7' (great strike) from r/soccer




Athugasemdir
banner
banner
banner