Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. september 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Marco Rose tekinn við Leipzig (Staðfest)
Mynd: EPA
RB Leipzig hefur ráðið Marco Rose sem nýjan stjóra en Domenico Tedesco var rekinn í kjölfar 4-1 taps gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni og 4-0 taps gegn Eintracht Frankfurt.

Marco Rose vann austurríska meistaratitilinn með Red Bull Salzburg 2018 og 2019 og stýrði svo Gladbach áður en hann var ráðinn til Borussia Dortmund fyrir síðasta tímabil.

Hann var hinsvegar aðeins eitt ár hjá Dortmund og var látinn fara eftir síðasta tímabil.

Rose er fæddur og uppalinn í Leipzig og lék fyrir VfB Leipzig á leikmannaferlinum.

„Hér á ég heima og fólkið gerir miklar væntingar til liðsins og til mín. Ég þekki borgina út og inn, félagið og gæði leikmannahópsins. Ég hlakka til að hitta liðið og hefjast handa," segir Rose en RB Leipzig er í ellefta sæti þýsku deildarinnar.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner