Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. október 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bale kominn með nóg af Real Madrid - Vill fara
Gareth Bale er pirraður.
Gareth Bale er pirraður.
Mynd: Getty Images
Velski sóknarmaðurinn Gareth Bale er reiður og pirraður hjá Real Madrid og vill losna frá félaginu.

Þetta fullyrðir íþróttafréttamaðurinn virti Guillem Balague.

Bale virtist á leið til Jiangsu Suning í kínversku deildinni í sumar en Real stöðvaði á endanum skipti hans þangað. Í júlí sagðist Zinedine Zidane vonast til að Bale færi fljótlega frá félaginu.

Umboðsmaður Bale sagði þá að ummæli Zidane væru til háborinnar skammar og óvirðing í garð leikmanns sem hefði gert svona mikið fyrir félagið.

Á yfirstandandi tímabili hefur Bale skorað tvö mörk í sjö leikjum.

„Það er mikil reiði sem kraumar hjá Gareth Bale. Hann er búinn að fá nóg. Hann var skyndilega utan hóps gegn Club Brugge í Meistaradeildinni í síðustu viku en byrjaði svo deildarleikinn þar á eftir. Hann er reiður og ringlaður," segir Balague.

„Þegar Zidane kom aftur þá ákvað hann að vilja ekki hafa Bale. Það hefur engin almennileg skýring komið á því. Bale skilur ekki alveg af hverju hann fékk svo ekki að fara þegar dyrnar virtust standa opnar."

„Í fyrsta sinn síðan Bale kom til Real Madrid sumarið 2013 vill hann fara. Honum finnst illa hafa verið komið fram við sig."
Athugasemdir
banner
banner