Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino: Ekki best að segja við leikmenn að þeir séu ömurlegir
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
„Liðið hefur tapað sjálfstrausti," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, á fyrirlestri í Katar í dag.

Tottenham hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum og í síðustu tveimur leikjum hefur liðið tapað illa gegn Bayern Munchen og Brighton. Pochettino segist þó ekki hafa látið leikmenn sína heyra það eftir leikina.

„Við þurfum að vinna í því að ná trausti aftur. Við ræðum við leikmenn. Við þurfum að segja þeim að við höfum tapað leikjunum út af mistökum okkar en við þurfum að reyna að gleyma þeim," sagði Pochettino.

„Besta leiðin til að hjálpa leikmanni er ekki að segja við hann að hann hafi verið ömurlegur. Þú getur ekki falið þig. Menn verða að dreifa ábyrgðinni."

„Við vinnum sem lið hjá Tottenham. Eftir tvö stór töp eins og hjá okkur þá þurfum við að hugsa um framtíðina. Þú verður að jafna þig tifinningalega."


Í enska Innkastinu í gær var tekin góð umræða um vandræði Tottenham undanfarnar vikur.
Innkastið - Draumahelgi Liverpool og martröð Tottenham
Athugasemdir
banner
banner