Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kepa: Ég er fullur sjálfstrausts
Kepa Arrizabalaga
Kepa Arrizabalaga
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea á Englandi, lætur gagnrýnisraddir á Bretlandseyjum ekki hafa áhrif á sig en hann spilaði vel er Spánn gerði markalaust jafntefli við Portúgal í gær.

Spænski markvörðurinn var keyptur til Chelsea frá Athletic Bilbao fyrir tveimur árum á metfé en hann missti sæti sitt í byrjunarliði Chelsea undir lok síðustu leiktíðar.

Chelsea keypti Edouard Mendy frá Rennes á dögunum og hefur því Kepa alfarið misst sæti sitt en hann var þó í byrjunarliði spænska landsliðsins gegn Portúgal í kvöld og tókst að halda hreinu.

„Ég er fullur sjálfstrausts. Þetta var mjög góður leikur og ég er ánægður með að fá traustið frá þjálfaranum. Þegar það er þörf á því að fá mig til að hjálpa liðinu þá reyni ég mitt besta," sagði Kepa.
Athugasemdir
banner
banner
banner