Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 08. október 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umspil fyrir EM: Lagerback og Norðmenn ekki á Evrópumótið
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Mynd: Samsett
Ísland og Ungverjaland munu mætast í úrslitaleik A-leiðar umspilsins fyrir EM á næsta ári.

Það var einnig leikið í B-leið, C-leið og D-leið í kvöld.

Báðir leikir í B-leið fóru í vítaspyrnukeppni. Norður-Írland hafði betur gegn Bosníu 3-4 í vítakeppni og í Slóvakíu höfðu heimamenn betur gegn Írlandi.

Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mun ekki fara á EM með Noreg því Noregur tapaði fyrir Serbíu á heimavelli eftir framlengdan leik. Sergej Milinkovic-Savic, leikmaður Lazio skoraði bæði mörk Serbíu, sem mun mæta Skotlandi í úrslitaleiknum.

Þá vann Norður-Makedónía 2-1 sigur á Kosóvó í D-leiðinni og mun mæta Georgíu í úrslitum þar um sæti á EM.

B-leið
Bosnía 1 - 1 Norður-Írland (3-4 í vítakeppni)
1-0 Rade Krunic ('13)
1-1 Niall McGinn ('53)

Slóvakía 0 - 0 Írland (4-2 í vítakeppni)

C-leið
Skotland 0 - 0 Ísrael (5-3 í vítakeppni)

Noregur 1 - 2 Serbía (eftir framlengingu)
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('81)
1-1 Mathias Antonsen Normann ('88)
1-2 Sergej Milinkovic-Savic ('102)

D-leið
Norður-Makedónía 2 - 1 Kosóvó
1-0 Sjálfsmark ('15)
1-1 Florent Hadërgjonaj ('29)
2-1 Darko Velkovski ('33)

Önnur úrslit:
Umspil fyrir EM: Georgía í úrslit í D-hlutanum
Athugasemdir
banner