Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. nóvember 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard á mjög miklu skriði með Rangers
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Rangers frá Skotlandi hefur farið þessa leiktíð stórkostlega af stað.

Liðið tók á móti Hamilton Academical í skosku úrvalsdeildinni í dag og vann hvorki meira né minna en 8-0 sigur. Staðan var 4-0 í hálfleik og þeir bættu við öðrum fjórum mörkum í síðari hálfleiknum.

Rangers er eins og staðan er núna með níu stiga forskot á Celtic í deildinni, en Celtic á tvo leiki til góða. Rangers hefur ekki tapað keppnisleik á tímabilinu og er einnig á toppnum í riðli sínum í Evrópudeildinni. Þá hefur liðið haldið hreinu í 16 af 20 leikjum sínum.

Magnaður árangur til þess og spurning hvort þetta sé árið fyrir Rangers í Skotlandi. Celtic hefur unnið deildina níu sinnum í röð.

Gerrard hefur stýrt Rangers frá 2018. Hann er auðvitað fyrrum fyrirliði Liverpool og talað hefur verið um hann sem framtíðarstjóra þar þegar Jurgen Klopp hverfur á braut.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner