Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 08. desember 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Maresca ítrekar orð sín: Við erum ekki tilbúnir í titilbaráttu
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ítrekaði það við fjölmiðla eftir 4-3 sigurinn á Tottenham að liðið sé ekki reiðubúið til þess að taka þátt í titilbaráttu á þessari leiktíð.

Maresca er á sínu fyrsta tímabili með Chelsea og hefur þegar ná glæsilegum árangri.

Chelsea er í öðru sæti deildarinnar aðeins fjórum stigum frá toppliði Liverpool og er farið að koma ágætis mynd á liðið eftir að hafa gengið í gegnum nokkurra ára lægð.

Ítalski stjórinn telur að liðið sé á betri stað en hann þorði að vona í byrjun leiktíðar, en að það sé eitthvað í að það geti farið að berjast um titilinn.

„Skilaboð mín til leikmanna eftir leikinn voru að halda einbeitingu dag fyrir dag, á æfingum, næsta leik á fimmtudag og síðan þarnæsta leik sem er á sunnudag. Því það er algerlega rangt að byrja að hugsa um hvar við verðum á töflunni eftir tvo, þrjá eða fjóra leiki.“

„Við erum ánægðir með að stuðningsmennirnir séu ánægðir. Þeir geta leyft sér að dreyma og geta hugsað það sem þeir vilja því utan frá er þetta fremur ljóst.“

„Raunveruleikin er sá, eins og ég hef mörgum sinnum sagt, að við erum ekki tilbúnir í að vera þarna (í titilbaráttu). Það mikilvægasta er að halda áfram að bæta okkur dag fyrir dag,“
sagði Ítalinn í lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
5 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
6 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner