Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   lau 09. janúar 2021 19:24
Aksentije Milisic
Þýskaland: Haaland með tvennu í sigri á Leipzig
RB Leipzig 1 - 3 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('55 )
0-2 Erling Haland ('71 )
0-3 Erling Haland ('84 )
1-3 Alexander Sorloth ('90 )

RB Leipzig gat komist á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag en Bayern Munchen tapaði í gær gegn Mönchengladbach.

Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim síðari hrökk Dortmund liðið í gang og keyrði yfir heimamenn.

Jadon Sancho skoraði fyrsta markið á 55. mínútu eftir undirbúning frá Marco Reus.

Erling Braut Haaland er aftur mættur í lið Dortmund eftir meiðslin og hann var ekki lengi að byrja að skora aftur. Fyrra mark hans kom á 71. mínútu eftir sendingu frá Jadon Sancho.

Haaland var síðan aftur á ferðinni á 84. mínútu og staðan orðinn 3-0 fyrir gestina. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna undir lokin en þá skoraði Alexander Soerloth.

Niðurstaðan því 1-3 sigur gestanna sem eru í fjórða sæti. Leipzig er því áfram í því öðru, tveimur stigum á eftir Bayern.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
4 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner
banner