Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska bikarnum: Svona lítur fyrsta lið Baines og Coleman út
Leighton Baines og Seamus Coleman stýra Everton í kvöld
Leighton Baines og Seamus Coleman stýra Everton í kvöld
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman og Leighton Baines munu stýra Everton gegn Peterborough í enska bikarnum klukkan 19:45 í kvöld.

Sean Dyche var látinn taka poka sinn í dag og fengu Baines og Coleman það hlutverk að stýra liðinu til bráðabirgða.

Þeir hafa nú tilkynnt byrjunarlið sitt en þeir gera sex breytingar frá tapinu gegn Bournemouth um helgina.

Portúgalski markvörðurinn Joao Virginia byrjar ásamt Nathan Patterson, Michael Keane, Jake O'Brien og Beto. Þá kemur hinn 17 ára gamli Nathan Harrison einnig inn í liðið.

Coleman er sjálfur að glíma við meiðsli og hefur aðeins spilað fjóra leiki á þessu tímabili. Baines lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa spilað með Everton í þrettán ár. Hann hefur verið hluti af þjálfaraliði Everton síðan hann hætti í fótbolta.

Það merkilega við þennan leik er það að Ashley Young, sem er 39 ára gamall, er á bekknum hjá Everton og þá er sonur hans Tyler á bekknum hjá Peterborough. Sögulegur áfangi ef þeir mætast á vellinum í kvöld.

Byrjunarlið Everton gegn Peterborough: Virginia, Patterson, O'Brien, Keane, Branthwaite, Mykolenko, Gana, Mangala, Ndiaye, Armstrong, Beto.

Fulham mætir þá Watford á sama tíma á Craven Cottage en Marco Silva hvílir nokkra lykilmenn. Steven Benda spilar þriðja leik sinn í marki Fulham og þá koma þeir Jorge Cuenca, Ryan Sessegnon, Andreas Pereira, Adama Traore, Emile Smith Rowe og Rodrigo Muniz inn í liðið.

Fulham: Benda, Castagne, Andersen, Cuenca, Sessegnon, Lukic, Pereira, Traore, Smith Rowe, Iwobi, Muniz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner