Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 09. janúar 2025 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að vinna kapphlaupið um stórefnilegan varnarmann
Englandsmeistarar Manchester City virðast vera ganga frá kaupum á Vitor Reis, ungum varnarmanni frá Brasilíu.

Frá þessu segja hinir ýmsu fjölmiðlar í morgunsárið.

Man City hefur náð persónulegu samkomulagi við þennan 18 ára gamla leikmann og er núna í viðræðum við Palmeiras um kaupverð.

City vonast til að ná samkomulagi fljótt við Palmeiras þar sem það er mikill áhugi á leikmanninum. Talað er að kaupverðið verði í kringum 40 milljónir evra.

Þetta er að gerast ansi hratt en Reis hefur spilað níu leiki með aðalliði Palmeiras þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner