Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. febrúar 2021 13:08
Elvar Geir Magnússon
Ársþing KSÍ verður rafrænt í ár
Guðni Bergsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en enginn annar aðili hefur tilkynnt um framboð til formanns.
Guðni Bergsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en enginn annar aðili hefur tilkynnt um framboð til formanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ársþingið í ár verði haldið rafrænt í gegnum fjarfundarbúnað. Þingið verður þann 27. febrúar.

Takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 gerir að verkum að ekki er hægt að halda þingið með hefðbundnum hætti.

Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 20 einstaklinga og ekki er veitt undanþága frá fjöldatakmörkunum nema um sé að ræða samkomur „til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra eða vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast“.

KSÍ hefur þegar hafið undirbúning rafræns þings í samstarfi við Advania, sem er þjónustuaðili KSÍ á sviði upplýsingatækni.

Framboð til stjórnar KSÍ þarf að berast skrifstofu KSÍ í síðasta lagi 13. febrúar.

Tveggja ára kjörtímabili Guðna Bergssonar sem formanns lýkur á þinginu. Guðni gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en enginn annar aðili hefur tilkynnt um framboð til formanns.

Tveggja ára kjörtímabili fjögurra stjórnarmanna KSÍ lýkur á þinginu en þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Það eru Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner