Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 09. febrúar 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og West Ham: Diallo í hóp í fyrsta sinn
Diallo þykir mjög efnilegur en hann er aðeins 18 ára.
Diallo þykir mjög efnilegur en hann er aðeins 18 ára.
Mynd: Getty Images
Manchester United og West Ham eigast við í kvöld í enska bikarnum. Leikurinn er í 16-liða úrslitum.

Amad Diallo, kantmaður sem Manchester United keypti frá Atalanta síðasta haust, er í fyrsta sinn í leikmannahópi aðalliðs United. Miklar vonir eru bundnar við leikmanninn sem hefur staðið sig vel í fyrstu leikjum sínum með U23 liði félagsins.

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek byrjar hjá Man Utd en alls gerir Ole Gunnar Solskjær sex breytingar frá jafnteflinu gegn Everton um síðustu helgi. Ásamt Van de Beek þá koma Dean Henderson, Alex Telles, Nemanja Matic, Fred og Anthony Martial inn í byrjunarliðið.

Tomas Soucek byrjar hjá West Ham eftir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Fulham var dregið til baka. Jesse Lingard má ekki spila í kvöld þar sem hann er í láni hjá West Ham frá Man Utd.

Byrjunarlið Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Telles, Matic, Fred, Van de Beek, Rashford, Martial, Greenwood.
(Varamenn: Grant, Shaw, Tuanzebe, Williams, Fernandes, James, McTominay, Amad, Cavani)

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Coufal, Dawson, Ogbonna, Cresswell, Rice, Noble, Soucek, Fornals, Bowen, Yarmolenko.
(Varamenn: Trott, Diop, Balbuena, Johnson, Fredericks, Alves, Lanzini, Benrahma, Odubeko)
Athugasemdir
banner