Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. febrúar 2021 12:17
Elvar Geir Magnússon
Saliba kvartar og pirrar stuðningsmenn Arsenal
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
William Saliba hefur skapað ólgu hjá Arsenal með því að tjá sig opinberlega í fjölmiðlum um stöðu sína og um stjórann Mikel Arteta.

Franski varnarmaðurinn er á láni frá Arsenal hjá Nice og hefur spilað sjö leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Þessi nítján ára leikmaður fór í viðtal í Frakklandi þar sem hann opnaði sig um aðdraganda þess að hann fór á lán. Þar fer hann ekki leynt með óánægju sína.

Mikel Arteta telur að leikmaðurinn sé ekki tilbúinn fyrir Arsenal og ákvað því að senda hann aftur á lán en hann var hjá Saint-Etienne á síðasta tímabili.

„Þjálfarinn sagði mér að ég væri ekki tilbúinn. Ég hefði viljað fá tækifæri til að finna taktinn en svona er fótboltinn. Ég hefði viljað fá að spila meira til að sanna mig," segir Saliba.

„Ég beið eftir því að fá tækifæri en svona er boltinn. Þegar ég kom fyrst til Arsenal æfði ég aukalega til að sýna stjóranum að ég væri klár. Mér líður vel núna hjá Nice og það er þægilegt að vita að maður er hluti af liðinu."

Þessi ummæli Saliba hafa augljóslega farið í taugarnar á stuðningsmönnum Arsenal á samfélagsmiðlum og þeir telja að Arteta hafi ekki mikla þolinmæði fyrir því að Saliba sé að veita svona viðtöl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner