Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 15:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís öflug í mikilvægum sigri - Átta marka jafntefli hjá Cecilíu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, var á sínum stað í vörninni þegar liðið lagði Hoffenheim að velli í þýsku deildinni í dag.

Bayern lenti undir en svaraði með þremur mörkum og þar við sat. Bayern er með þriggja stiga forystu á Frankfurt á toppi deildarinnar en Frankfurt á leik til góða. Glódís var með næsthæsti einkunnina í leiknum út frá þeim gögnum sem Flashscore reiknar sínar einkunnir.

Wolfsburg gerði jafntefli gegn Köln í gær og er þremur stigum frá Bayern.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið mjög traust í marki Inter á tíimabilinu en liðið lenti í vandræðum í dag þegar Inter heimsótti Lazio.

Inter náði tveggja marka forystu snemma leiks. Lazio tókst að jafna en Lazio snéri blaðinu fljótlega við og var aftur komið með tveggja marka forystu.

Leiknum var ekki lokið því Lazio minnkaði muninn þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og jöfnunarmarkið kom síðan í uppbótatíma, 4-4 lokatölur.

Þetta var í fyrsta sinn sem Cecilía fær á sig meira en tvö mörk á tímabilinu

Amanda Andradóttir var ekki með Twente vegna meiðsla þegar liðið vann Telstar 3-1 í hollensku deildinni. Twnte er í 3. sæti með 33 stig eftir 14 umferðir.

Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði allan leikinn þegar Tampa Bay Sun gerði 2-2 jafntefli gegn Fort Lauderdale í bandarísku Ofurdeildinni í nótt. Liðið er í 5. sæti með 20 stig eftir 14 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner