Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - West Ham til Kýpur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

West Ham United er eina úrvalsdeildarfélagið sem getur barist um að vinna Sambandsdeildina í ár og á liðið leik við AEK Larnaca í Kýpur í dag.


Hamrarnir eru að ganga í gegnum afar erfitt tímabil og eru í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, en þeir geta gert Sambandsdeildina að bjarta punkti tímabilsins - svo lengi sem þeim takst að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni í leiðinni.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur í kvöld en ef þeir komast áfram gætu þeir mætt erfiðum andstæðingum strax í næstu umferð.

Lið á borð við Villarreal, Lazio og Fiorentina eru enn með í mótinu þó að Lazio sé í slæmri stöðu fyrir seinni leikinn gegn AZ Alkmaar.

Ítalska félagið tapaði óvænt á heimavelli 1-2 þegar liðin mættust á þriðjudaginn, en þau þurftu að flýta fyrir upphafsflautinu útaf heimaleik Roma gegn Real Sociedad sem fer einnig fram á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Önnur spennandi lið sem eru eftir í keppninni eru til dæmis OGC Nice, Anderlecht og Istanbul Basaksehir, sem sló Breiðablik úr leik í forkeppninni.

16-liða úrslit:
17:45 AEK Larnaca - West Ham
17:45 Sheriff Tiraspol - Nice
17:45 Anderlecht - Villarreal
20:00 Gent - Istanbul Basaksehir
20:00 Fiorentina - Sivasspor
20:00 Lech Poznan - Djurgarden
20:00 Basel - Slovan Bratislava
Lazio - AZ Alkmaar 1-2


Athugasemdir
banner
banner
banner