Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 09. apríl 2024 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara svekkjandi. Það var erfitt að missa Sveindísi og leikplanið fór þar svolítið í vaskinn," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er svekkjandi en það er samt sem áður alveg eitthvað jákvætt í þessu líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Sá kafli var mjög jákvæður og sýnir að við eigum fullan séns í þetta lið. Ég er ánægð með liðið hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Það var vel gert."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá það ekki alveg nógu vel en þetta var frekar ónauðsynleg tækling hjá liðsfélaga hennar (í Wolfsburg). Þetta var mikið áfall fyrir okkur og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hefði mátt vera betri. Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, var erfið við að eiga. Hún er frábær í því að gera sig einhvern veginn ósýnilega í teignum og láta svo til skarar skríða.

„Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk í einum hálfleik. Það er mjög svekkjandi. Þessi tvö mörk hjá Schüller, ég hefði átt að gera betur þar. Hún er örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu. Ég þarf að skoða þetta og reyna að bæta mig. Schüller er frábær leikmaður og það er ótrúlega erfitt að eiga við hana. Hún fer alltaf á blindu hliðina á manni og er ein sú besta í loftinu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner