Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 09. apríl 2024 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara svekkjandi. Það var erfitt að missa Sveindísi og leikplanið fór þar svolítið í vaskinn," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er svekkjandi en það er samt sem áður alveg eitthvað jákvætt í þessu líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Sá kafli var mjög jákvæður og sýnir að við eigum fullan séns í þetta lið. Ég er ánægð með liðið hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Það var vel gert."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá það ekki alveg nógu vel en þetta var frekar ónauðsynleg tækling hjá liðsfélaga hennar (í Wolfsburg). Þetta var mikið áfall fyrir okkur og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hefði mátt vera betri. Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, var erfið við að eiga. Hún er frábær í því að gera sig einhvern veginn ósýnilega í teignum og láta svo til skarar skríða.

„Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk í einum hálfleik. Það er mjög svekkjandi. Þessi tvö mörk hjá Schüller, ég hefði átt að gera betur þar. Hún er örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu. Ég þarf að skoða þetta og reyna að bæta mig. Schüller er frábær leikmaður og það er ótrúlega erfitt að eiga við hana. Hún fer alltaf á blindu hliðina á manni og er ein sú besta í loftinu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner