Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   þri 09. apríl 2024 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara svekkjandi. Það var erfitt að missa Sveindísi og leikplanið fór þar svolítið í vaskinn," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er svekkjandi en það er samt sem áður alveg eitthvað jákvætt í þessu líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Sá kafli var mjög jákvæður og sýnir að við eigum fullan séns í þetta lið. Ég er ánægð með liðið hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Það var vel gert."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá það ekki alveg nógu vel en þetta var frekar ónauðsynleg tækling hjá liðsfélaga hennar (í Wolfsburg). Þetta var mikið áfall fyrir okkur og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hefði mátt vera betri. Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, var erfið við að eiga. Hún er frábær í því að gera sig einhvern veginn ósýnilega í teignum og láta svo til skarar skríða.

„Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk í einum hálfleik. Það er mjög svekkjandi. Þessi tvö mörk hjá Schüller, ég hefði átt að gera betur þar. Hún er örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu. Ég þarf að skoða þetta og reyna að bæta mig. Schüller er frábær leikmaður og það er ótrúlega erfitt að eiga við hana. Hún fer alltaf á blindu hliðina á manni og er ein sú besta í loftinu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner