Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 09. apríl 2024 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara svekkjandi. Það var erfitt að missa Sveindísi og leikplanið fór þar svolítið í vaskinn," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er svekkjandi en það er samt sem áður alveg eitthvað jákvætt í þessu líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Sá kafli var mjög jákvæður og sýnir að við eigum fullan séns í þetta lið. Ég er ánægð með liðið hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Það var vel gert."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá það ekki alveg nógu vel en þetta var frekar ónauðsynleg tækling hjá liðsfélaga hennar (í Wolfsburg). Þetta var mikið áfall fyrir okkur og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hefði mátt vera betri. Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, var erfið við að eiga. Hún er frábær í því að gera sig einhvern veginn ósýnilega í teignum og láta svo til skarar skríða.

„Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk í einum hálfleik. Það er mjög svekkjandi. Þessi tvö mörk hjá Schüller, ég hefði átt að gera betur þar. Hún er örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu. Ég þarf að skoða þetta og reyna að bæta mig. Schüller er frábær leikmaður og það er ótrúlega erfitt að eiga við hana. Hún fer alltaf á blindu hliðina á manni og er ein sú besta í loftinu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner