Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fös 09. maí 2025 13:38
Elvar Geir Magnússon
Fjórir reynsluboltar yfirgefa West Ham
Lukasz Fabianski er meðal þeirra sem kveðja West Ham.
Lukasz Fabianski er meðal þeirra sem kveðja West Ham.
Mynd: EPA
Fjórir reynslumiklir leikmenn munu yfirgefa West Ham þegar samningar þeirra renna út í sumar en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Allir fjórir voru í leikmannahópnum sem vann Sambandsdeildina 2023 og hafa þeir samanlagt leikið yfir 800 leiki.

Um er að ræða markvörðinn Lukasz Fabianski, varnarmennina Aaron Cresswell og Vladimir Coufal og sóknarmanninn Danny Ings.

Fabianski hélt nýlega upp á 40 ára afmæli sitt en hann var valinn leikmaður ársins hjá West Ham 2019. Pólski markvörðurinn hefur verið í sjö tímabil hjá félaginu.

Cresswell er 35 ára og hefur verið ellefu tímabil í ensku úrvalsdeildinni með West Ham. Tékkneski landsliðsmaðurinn Coufal er 32 ára og kom í október 2020.

Ings er einnig 32 og hefur spilað 69 leiki síðan hann gekk í raðir Aston Villa í janúar 2023.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner