Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 09. júní 2019 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Portúgal fyrsta sigurliðið
Portúgal 1 - 0 Holland
1-0 Goncalo Guedes ('60 )

Portúgal, ríkjandi Evrópumeistararnir, eru fyrstu Þjóðadeildarmeistararnir. Portúgal mætti Hollandi í úrslitaleiknum í Porto í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og fátt um góð marktækifæri. Portúgalar voru sterkari aðilinn, en náðu þó ekki að skapa sér mikið. Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var markalaus.


Eftir klukkutíma leik kom fyrsta markið. Það gerði Goncalo Guedes, leikmaður Valencia, eftir góðan undirbúning frá Bernardo Silva.

Smelltu hér til að sjá markið.

Ekki náðu Hollendingar að svara þessu og lokatölur því 1-0 fyrir Portúgal sem vinnur Þjóðadeildina. Þjálfarinn Fernando Santos búinn að gera magnaða hluti með þetta lið. Hann gerði það að Evrópumeisturum 2016 og núna að Þjóðadeildarmeisturum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðadeildin er haldin. Portúgal tók gullið, Holland silfrið og England bronsið.


Athugasemdir
banner