Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   sun 09. júní 2024 12:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Betis hefur sett sig í samband við Lo Celso
Mynd: Getty Images

Giovani Lo Celso er að öllum líkindum á leið frá Tottenham í sumar en Real Betis hefur mikinn áhuga á honum.


Fabrizio Romano greinir frá því að Betis hafi þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Lo Celso er 28 ára gamall miðjumaður en hann var ekki í stóru hlutverki hjá enska liðinu á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í 22 leikjum í úrvalsdeildinni þar af var hann aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu.

Betis mun þurfa að selja leikmenn áður en félagið getur bætt við sig en samkvæmt heimildum Romano stefnir spænska félagið meðal annars að því að selja Nabil Fekir.


Athugasemdir
banner
banner
banner