Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 09. júní 2024 12:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Betis hefur sett sig í samband við Lo Celso

Giovani Lo Celso er að öllum líkindum á leið frá Tottenham í sumar en Real Betis hefur mikinn áhuga á honum.


Fabrizio Romano greinir frá því að Betis hafi þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Lo Celso er 28 ára gamall miðjumaður en hann var ekki í stóru hlutverki hjá enska liðinu á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í 22 leikjum í úrvalsdeildinni þar af var hann aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu.

Betis mun þurfa að selja leikmenn áður en félagið getur bætt við sig en samkvæmt heimildum Romano stefnir spænska félagið meðal annars að því að selja Nabil Fekir.


Athugasemdir
banner