Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 09. júlí 2020 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Klefinn miklu betri með Pogba heilann - Greenwood við stýrið
„Mér finnst þetta vera víti. Konsa setur löppina út, Fernandes tekur Zidane snúning og lendir á honum. Mér finnst það vera víti," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, í viðtali eftir 0-3 útisigur á Aston Villa í kvöld.

Sjá einnig:
Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm

„Að vera 2-0 yfir í hálfleik var talsverð heppni. Mér fannst samt að í stöðunni 1-0 að við hefðum haldið hreinu. Þeir voru gagnrýndir í síðasta leik og léku vel."

Solskjær var spurður út í hinn átján ára Mason Greenwood sem knattspyrnuaðdáendur fylgjast spenntir með. Greenwood skoraði annað mark leiksins í dag.

„Ég geri það sem ég get til að hjálpa honum en hann þarf að gera þetta sjálfur - standa sig á æfingum, í leikjum, lifa lífinu á réttan hátt og hann stýrir hversu langt hann nær. Hann er átján ára og auðvitað verður hann betri. Hann er náttúrulegur fótboltamaður sem hefur verið í akademíunni síðan hann var smástrákur. Pabbi hans sýndi mér mynd af honum þegar Mason var sjö ára gamall. Mason veit að við höfum trú á honum og þú getur ekki tekið menn úr liðinu þegar þeir skora mörk."

Að lokum var Solskjær spurður út í Paul Pogba sem hefur leikið vel að undanförnu og skoraði langrþráð mark í kvöld.

„Pogba er enn samningsbundinn okkur. Hann er frábær einstaklingur og leikmaður - einn besti miðjumaður í heimi. Þetta er allt annað lið miðað við þegar hann var meiddur. Allt er miklu betra í klefanum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner