Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 09. júlí 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík fær bandarískan miðjumann - Helga Guðrún komin á láni (Staðfest)
Eli Beard
Eli Beard
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna. Félagið tilkynnti í dag að bandaríski miðjumaðurinn Eli Beard væri gengin í raðir félagsins.

Hún er 25 ára gömul en hún var ekki eini leikmaðurinn sem félagið tilkynnti í dag því Helga Guðrún Kristinsdóttir er einnig mætt til Grindavíkur.

Helga Guðrún kemur á láni frá Stjörnuna út tímabilið. Helga er fædd árið 1997 og er uppalin hjá Grindavík.

Hún á að baki 111 leik og hefur skorað 25 mörk í deild og bikar. Hún lék sinn fyrsta leik með Grindavík í sumar í gær þegar hún kom inn á í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í gær.

Grindavík er í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar með fimm stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu á miðvikudag.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner