Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   þri 09. júlí 2024 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Ekki bara grímulaust grín hjá Söndru Maríu
Icelandair
Sandra María á æfingu Íslands í morgun.
Sandra María á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í gær en framundan eru leikir við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM 2025. Ísland getur tryggt sér sæti í lokakeppninn í verkefninu.

Markamaskínan Sandra María Jessen er í hópnum en hún hefur skorað 15 mörk í Bestu-deildinni í sumar.

Hún fór reyndar í öðruvísi tilraunir á æfingu Íslands í morgun þegar hún reyndi að leika Kylian Mbappé og setja á sig grímu fyrir æfinguna.

Grímuna fékk hún hjá markverðinum Telmu Ívarsdóttur en eitthvað gekk þetta illa hjá Söndru Maríu sem var ekki alveg að kunna að meta það að hafa grímuna á hausnum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner