Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 09. september 2022 22:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Tvö rauð og fimm mörk í sigri Fram
Úr leik Fram í sumar
Úr leik Fram í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram 3 - 2 ÍA
0-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('19 )
1-1 Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('27 )
2-1 Jessica Grace Kass Ray ('35 )
3-1 Lára Mist Baldursdóttir ('67 )
3-2 Samira Suleman ('72 )


Fram og ÍA mættust í efri hluta 2. deildar kvenna í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 3. umferð eftir að deildin skiptist upp í efri og neðri hluta.

Fram er á toppnum en ÍA í fimmta sæti. ÍA byrjaði betur en liðið komst yfir eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Ylfa Margrét Ólafsdóttir jafnaði metin fyrir Fram eftir tæplega hálftíma leik og í kjölfarið var Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari ÍA rekin upp í stúku.

Jessica Grace Kass Ray kom Fram í 2-1, aftur fylgdu Skagakonur marki andstæðingana eftir með rauðu spjaldi en í þetta skiptið fékk Bryndís Rún Þórólfsdóttir sitt annað gula spjald og þar með rautt og allur síðari hálfleikurinn eftir.

Lára Mist Baldursdóttir bætti þriðja markinu við fyrir Fram en einum leikmanni færri tókst ÍA að klóra í bakkan en nær komust þær ekki, 3-2 lokatölur.


2. deild kvenna - úrslitakeppni
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner