Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mán 09. september 2024 18:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Skelfileg byrjun hjá íslenska liðinu
Icelandair
Kerem Akturkoglu
Kerem Akturkoglu
Mynd: Getty Images

Það var skelfileg byrjun hjá Íslandi í leik liðsins gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Það er brjáluð stemning Gürsel Aksel vellinum í Tyrklandi en útlit er fyrir að leikmenn íslenska liðsins séu stressaðir en það var matraðarbyrjun hjá liðinu í kvöld.

Eftir rúmlega einna mínútna leik skoraði Kerem Akturkoglu og kom Tyrkjum yfir.

„HRÆÐILEG BYRJUN. Tyrkirnir hafa tekið forystuna hérna og leikvangurinn ætlr að springa úr hávaða. Kerem Akturkoglu fær boltann á teignum, nær að snúa og á laust skot sem endar í netinu. Jóhann Berg tapaði boltanum. Alveg hrikaleg byrjun," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgrímsson í textalýsingu Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner