Það var skelfileg byrjun hjá Íslandi í leik liðsins gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Tyrkland 3 - 1 Ísland
Það er brjáluð stemning Gürsel Aksel vellinum í Tyrklandi en útlit er fyrir að leikmenn íslenska liðsins séu stressaðir en það var matraðarbyrjun hjá liðinu í kvöld.
Eftir rúmlega einna mínútna leik skoraði Kerem Akturkoglu og kom Tyrkjum yfir.
„HRÆÐILEG BYRJUN. Tyrkirnir hafa tekið forystuna hérna og leikvangurinn ætlr að springa úr hávaða. Kerem Akturkoglu fær boltann á teignum, nær að snúa og á laust skot sem endar í netinu. Jóhann Berg tapaði boltanum. Alveg hrikaleg byrjun," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgrímsson í textalýsingu Fótbolta.net.
Golo do Kerem Aktürko?lu ????????
— Rui Costa do Azeite (@rcostadoazeite) September 9, 2024
pic.twitter.com/4D7NF9HtZe
Athugasemdir