Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Pogba getur ekki verið ánægður með stöðuna
Paul Pogba þarf að finna taktinn
Paul Pogba þarf að finna taktinn
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segir að Paul Pogba geti ekki verið ánægður með stöðuna sem hann er í hjá enska félaginu Manchester United.

Pogba hefur átt í miklu basli með að halda sér stöðugum í liði United en meiðsli hafa verið að hrjá hann og þá hefur leikformið verið að stríða honum.

Hann hefur aðeins spilað tvo heila leiki, gegn Arsenal og Tottenham og þá hefur hann aðeins gert eitt mark en það kom gegn Brighton.

Deschamps hefur áhyggjur af stöðu Pogba sem virðist þó alltaf eiga toppleiki þegar hann spilar fyrir Frakkland.

„Ég er ekki með nein ráð til að gefa honum. Hann þekkir hópinn vel og það er smá tími frá því hann spilaði með liði sínu," sagði Deschamps.

„Hann getur ekki verið ánægður með þá stöðu sem hann er í hjá Man Utd. Hann hefur átt betri daga. Hann meiddist reglulega og svo tók Covid sinn toll. Hann þarf að finna taktinn aftur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner