Sex manns voru handteknir vegna mótmæla fyrir utan Villa Park í gær fyrir leik Aston Villa og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni.
Það var mikil dramatík fyrir leikinn en stuðningsmönnum Maccabi var meinað að mæta á leikinn. Ákvörðunin um að banna stuðningsmönnum aðgang var byggð á áhyggjum lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum um getu hennar til að takast á við hugsanleg mótmæli tengd stríðinu á Gaza svæðinu.
Það var mikil dramatík fyrir leikinn en stuðningsmönnum Maccabi var meinað að mæta á leikinn. Ákvörðunin um að banna stuðningsmönnum aðgang var byggð á áhyggjum lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum um getu hennar til að takast á við hugsanleg mótmæli tengd stríðinu á Gaza svæðinu.
Þessari ákvörðun var mótmælt meðal annars af Sir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Yfir 700 lögreglumenn voru fyrir utan Villa Park í aðdraganda leiksins og hundruðir manna voru mættir til að mótmæla. Lögreglan staðfesti að sex manns hafi verið handteknir.
Leikurinn fór fram og Aston Villa vann 2-0 með mörkum frá Ian Maatsen og Donyell Malen. Aston Villa er með níu stig eftir fjórar umferðir en Maccabi Tel Aviv er með eitt stig.
Athugasemdir



