Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   fös 07. nóvember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inter Miami lýsir yfir áhyggjum eftir að Suarez var dæmdur í bann
Mynd: EPA
Bandaríska MLS félagið Inter Miami hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að Úrúgvæinn Luis Suarez var dæmdur í eins leiks bann fyrir að sparka í andstæðing.

Félagið er ekki sátt við vinnubrögðin en dómarar leiksins og VAR gerði ekkert í atvikinu.

„Inter Miami CF samþykkir og virðir ákvörðun aganefndar MLS. Á sama tíma vill félagið lýsa yfir áhyggjum sínum af því fordæmi sem skapað er með því að endurdæma leik sem dómarar leiksins og VAR höfðu þegar dæmt og trausti sínu á að sama aðferð verði notuð í framtíðinni í öllum atvikum, í hvaða leik sem er og sem varðar hvaða lið sem er," segir í yfirlýsingunni.

Suarez missir af mikilvægum umspilsleik gegn Nashville á morgun þar sem sigurvegarinn kemst í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner