Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maggi og Enes áfram með Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og Enes Cogic, aðstoðarþjálfari liðsins, hafa skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2028.

Magnús er Aftureldingarmaður í húð og hár en hann spilaði upp yngri flokkana með liðinu og var í sex ár í meistaraflokki.

Magnús og Enes tóku við þjálfun liðsins árið 2020 en Enes hafði þjálfað liðið 2012 og 2013. Undir þeirra stjórn komst liðið í Bestu deildina í fyrra í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið féll aftur í Lengjudeildina síðasta sumar.

„Það hafa verið forréttindi að þjálfa meistaraflokk hjá uppeldisfélaginu undanfarin ár og ég er spenntur fyrir því að halda því áfram. Afturelding hefur tekið stór skref fram á við undanfarin ár og að mínu mati getur félagið farið ennþá hærra á næstu árum. Leikmenn hafa bætt sig mikið undanfarin ár og hafa alla burði til að taka ennþá stærri skref fram á við," sagði Maggi við undirskriftina.

„Félagar mínir í þjálfarateyminu hafa unnið magnaða vinnu og það er mikið fagnaðarefni að þeir séu allir klárir í slaginn áfram með Aftureldingu. Stjórn og sjálfboðaliðar hafa unnið ómetanlegt starf undanfarin ár og stuðningsmenn Aftureldingar hafa verið stórkostlegir á leikjum liðsins. Saman höfum við búið til margar frábærar minningar og trúin er að við getum náð að búa til fleiri geggjuð augnablik saman. Við munum læra af því sem við hefðum getað gert betur í ár og mæta með öflugt lið til leiks næsta sumar þar sem markmiðið er að komast beint aftur upp í Bestu deildina. Hlakka til að sjá ykkur á vellinum. Áfram Afturelding."


Athugasemdir
banner