Vestri ætlar að kynna nýjan þjálfara liðsins um helgina og samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður næsti þjálfari liðsins Daniel Osafo-Badu.
Badu, sem er 38 ára Englendingur, þekkir mjög vel til hjá Vestra, var alls tíu tímabil hjá félaginu - fyrst hjá BÍ/Bolungarvík og svo Vestra. Hann kom svo inn í þjálfarateymi liðsins 2023 þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu.
Miðjumaðurinn kom fyrst til Íslands árið 2010, lék einn leik með Njarðvík áður en hann hélt til Grenivíkur þar sem hann var út tímabilið 2011. Hann tók 2012 og 2013 fyrir vestan með BÍ/Bolungarvík áður en fór svo aftur í Magna 2014. Hann fór aftur í BÍ/Bolungarvík eftir það tímabil og hefur verið fyrir vestan síðan.
Badu var aðstoðarmaður Davíðs þegar Vestri fór upp í efstu deild. Hann kom svo inn í þjálfarateymi liðsins tvisvar tímabilið 2024 þegar Davíð tók út leikbönn. Á liðnu tímabili var hann þjálfari Harðar sem er venslalið Vestra.
Badu, sem er 38 ára Englendingur, þekkir mjög vel til hjá Vestra, var alls tíu tímabil hjá félaginu - fyrst hjá BÍ/Bolungarvík og svo Vestra. Hann kom svo inn í þjálfarateymi liðsins 2023 þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu.
Miðjumaðurinn kom fyrst til Íslands árið 2010, lék einn leik með Njarðvík áður en hann hélt til Grenivíkur þar sem hann var út tímabilið 2011. Hann tók 2012 og 2013 fyrir vestan með BÍ/Bolungarvík áður en fór svo aftur í Magna 2014. Hann fór aftur í BÍ/Bolungarvík eftir það tímabil og hefur verið fyrir vestan síðan.
Badu var aðstoðarmaður Davíðs þegar Vestri fór upp í efstu deild. Hann kom svo inn í þjálfarateymi liðsins tvisvar tímabilið 2024 þegar Davíð tók út leikbönn. Á liðnu tímabili var hann þjálfari Harðar sem er venslalið Vestra.
Badu kemur inn hjá Vestra sem var með Davíð Smára sem þjálfara stærstan part tímabilsins, Davíð var rekinn í september og Jón Þór Hauksson stýrði síðustu þremur leikjum tímabilsins. Vestri náði ekki að halda sæti sínu í Bestu deildinni og verður því í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Tímabilið 2026 verður ansi athyglisvert hjá Vestra sem mun taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögunni eftir að hafa unnið bikarmeistaratitilinn í sumar.
Athugasemdir


