Manchester United getur búið sig undir tilboð í Mainoo í janúar, Toney er orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina og Martínez var ekki með bandið hjá Villa í gær. Hér er slúðurpakkinn á föstudegi. Góða helgi!
Napoli gæti reynt við enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) í janúarglugganum. (Calciomercato)
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að það hafi kostað Mainoo spilmínútur að liðið hafi ekki komist í Evrópukeppni og fallið snemma úr leik í deilbabikarnum. (Mail)
Chelsea, Tottenham, Manchester City, Leeds, Everton, Barcelona og Real Madrid eru meðal félaga sem hafa áhuga á Mainoo. (Caught Offside)
Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney (29) hjá Al-Ahli og brasilíski framherjinn Rodrygo (24) hjá Real Madrid eru á óskalista Tottenham. (Talksport/Teamtalk)
Markvörðurinn Emiliano Martínez (33) er ekki lengur varafyrirliði Aston Villa en hlutverkið var tekið af honum eftir að hann reyndi að komast til Manchester United. Ezri Konsa (28) var með bandið þegar John McGinn (31) var á bekknum. (Mail)
Chelsea hefur spurt út í Nico Paz (21) hjá Como en Real Madrid hefur áhuga á að endurheimta argentínska sóknarmiðjumanninn. (TBR)
Arsenal hefur sett 132 milljóna punda verðmiða á enska miðjumanninn Declan Rice (26) en Real Madrid horfir löngunaraugum til leikmannsins. (Fichajes)
Newcastle er í viðræðum um hollenska varnarmanninn Sven Botman (25) um nýjan samning en sænski varnarmaðurinn Emil Krafth (31) er á blaði FC Kaupmannahafnar. (Mail)
Sandro Tonali (25), miðjumaður Newcastle, segist ekkert geta fullyrt um framtíð sína. Newcastle er rólegt yfir ummælunum. (Mail)
Borussia Dortmund vill fá enska vængmanninn Jadon Sancho (25) aftur en hann er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United. (Football Insider)
Barcelona hyggst hefja formlegar viðræður við Manchester United um kaup á enska framherjanum Marcus Rashford (28). (Teamtalk)
Real Madrid vonast til að fá franska varnarmanninn Dayot Upamecano (27) á frjálsri sölu frá Real Madrid þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Sky Þýskalandi)
Atletico Madrid hefur áhuga á spænska varnarmanninum Marc Cucurella (27) hjá Chelsea en mun ekki gera tilboð í janúar. (Fichajes)
Ajax hefur sett sig í samband við fyrrum stjóra sinn, Erik ten Hag, eftir að hafa rekið John Heitinga. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir


