Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   fös 07. nóvember 2025 06:00
Kári Snorrason
Háskólaboltinn - Sigurður Steinar nýliði ársins
Sigurður Steinar er að slá í gegn með Santa Barbara.
Sigurður Steinar er að slá í gegn með Santa Barbara.
Mynd: Santa Barbara
Alexander Clive var á skotskónum.
Alexander Clive var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlía Ruth var valin í lið ársins ásamt því að vera valin sóknarmaður ársins.
Júlía Ruth var valin í lið ársins ásamt því að vera valin sóknarmaður ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenskir leikmenn héldu áfram að gera góða hluti í háskólaboltanum í Bandaríkjunum síðastliðnar tvær vikur. 

Þar ber helst að nefna að Sigurður Steinar Björnsson, fyrrum leikmaður Víkings R., skoraði seinna markið Santa Barbara í 2-0 sigri liðsins á Sacramento State. Hann var á dögunum valinn nýliði ársins, “Freshman of the Year”, í Big West deildinni.


Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður Hauka, var í rammanum í byrjunarliði Stony Brook og hélt hreinu í tveimur 3-0 sigurleikjum á Northeastern og Drexel. Heiðar var valinn nýliði vikunnar, “Rookie of the Week”, í deildinni fyrir sína frammistöðu í leikjunum

Alexander Clive Vokes, leikmaður Selfoss, skoraði eitt af mörkum Albany í 2-0 sigri á Binghamton ásamt því að leggja upp eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn UMass Lowell.

Arnór Sölvi Harðarson, leikmaður ÍR, skoraði eina mark UNC Asheville í 1-2 tapi liðsins gegn Gardner-Webb.

Hilmar Starri Hilmarsson, leikmaður Þróttar V., skoraði sitt fyrsta mark fyrir South Carolina Upstate í 2-2 jafntefli gegn Longwood og fagnaði vel og innilega.

Kristján Snær Frostason, leikmaður HK, var í byrjunarliði Dayton í tveimur 1-0 sigrum liðsins á George Washington og Loyola Chicago.

Páll Veigar Ingvason, leikmaður Þór Ak., var með stoðsendingu í báðum sigurleikjum Hawaii Hilo á Point Loma og á Concordia.

Róbert Kolbeins Þórarinsson, leikmaður KFG, lét til sín taka fyrir Eckerd. Róbert skoraði eina mark liðsins í 1-3 tapi gegn Florida Tech og var svo með stoðsendingu í sterkum 1-0 sigri á Tampa.

Davíð Ívarsson, leikmaður Álafoss, átti hvern stórleikinn á fætur öðrum fyrir Thomas ME með mark og stoðsendingu í 3-3 jafntefli liðsins við Husson, stoðsendingu í 6-0 stórsigri á MPI og svo mark og tvær stoðsendingar í 3-1 sigri á Maine. Davíð var valinn leikmaður vikunnar fyrir sínar frammistöður.

Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður FH, skoraði annað marka LSU í sterkum 2-0 sigri á Tennessee.

Júlía Ruth Thasaphong, leikmaður Víkings R., hjá Oral Roberts var nýlega valin sóknarmaður ársins, “Offensive Player of the Year, í Summit League deildinni og einnig valin í lið ársins í deildarkeppninni.

Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, var aftur á skotskónum fyrir West Florida í 3-0 sigri liðsins á móti West Alabama.

Auður Helga Halldórsdóttir, leikmaður Selfoss, fór fyrir sínu liði Wingate í 6-1 stórsigri á Emory & Henry. Auður skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, leikmaður ÍA, var allt í öllu fyrir USAO, University of Science and Arts of Oklahoma, í tveimur sigurleikjum liðsins. Dagbjört var með mark í 7-0 sigri á Southwestern Christian og bæði mörkin í 2-0 sigri á Nelson Texas.

Marey Edda Helgadóttir, leikmaður ÍA, var með tvær stoðsendingar fyrir Life U í 3-0 sigri liðsins á Thomas U. Marey er með 11 stoðsendingar á tímabilinu til þessa.


Athugasemdir
banner