Chris Richards, leikmaður Crystal Palace, var valinn í bandaríska landsliðshópinn í síðasta landsliðsverkefni fyrir æfingaleiki gegn Ekvador og Ástralíu.
Hann spilaði báða leikina frá upphafi til enda en Oliver Glasner, stjóri Palace, var ekki ánægður með það. Hann sagði að Crystal Palace hafi tjáð bandaríska sambandinu að það ætti að hvíla hann.
Hann spilaði báða leikina frá upphafi til enda en Oliver Glasner, stjóri Palace, var ekki ánægður með það. Hann sagði að Crystal Palace hafi tjáð bandaríska sambandinu að það ætti að hvíla hann.
Mauricio Pochettino, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er ósáttur með Glasner.
„Ég er vonsvikin út í hann því við sýnum leikmönnum og félögum alltaf virðingu. Læknateymið okkar er í sambandi við félögin og taka alltaf bestu ákvörðunina fyrir leikmanninn," sagði Pochettino.
„Ég er vonsvikinn en ég skil þetta af einhverju leiti. Ég skil að stjórar kvarti stundum undan landsliðum."
Athugasemdir


