Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur ekki átt frábæru gengi að fagna með Chelsea það sem af er leiktíðar en liðið er um miðja deild.
Chelsea tapaði gegn Manchester United á miðvikudeginum síðastliðnum og voru Enzo Fernandez og Moises Caicedo á miðjunni hjá Chelsea eins og svo oft áður.
Þessir 22 ára gömlu leikmenn kostuðu báðir yfir 100 milljónir punda en þeir hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið.
„Sambandið á milli þeirra verður að batna, bæði sem einstaklingar og samherjar. Við þurfum að fá meira frá þeim" sagði Pochettino.
„Þeir eru ungir og væntingarnar eru gífurlegar þegar þeir mæta á svæðið. Þeir eru ekki kirsuberið ofan á kökunni. Þegar þú kemur inn í félag sem er að byggja upp nýtt lið og þú ert ungur með ekki mikla reynslu, þrátt fyrir að þú hefur mikil gæði og það var borgaður mikill peningur fyrir þig, þá einungis fyrir þessa þætti þá þarftu að skila góðum frammistöðu. Þetta virkar ekki svoleiðis í fótboltanum."
„Fólk heldur að þetta sé svoleiðis, en það þýðir að þau vita ekki mikið um fótbolta. Þetta er ferli og tekur tíma. Við getum ekki lifað og hugsað bara um fortíðina, það er margt sem spilar inní og þess vegna mun þetta taka tíma hjá okkur."
Chelsea heimsækir Everton á Goodison Park á morgun.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |