Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 08:50
Magnús Már Einarsson
Framherji á reynslu hjá Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar Víkings eru að fá framherjann Christian Moses á reynslu. Viborg Folkeblad greinir frá.

Moses er frá Sierra Leone en hann hefur undanfarin fimm ár leikið í dönsku B-deildinni með Vendsyssel og Viborg.

Hinn 26 ára gamli Moses hefur skorað 16 mörk í 66 leikjum í dönsku B-deildinni en á þessu tímabili hefur hann einungis spilað þrjá leiki.

Jesper Fredberg, yfirmaður íþróttamála hjá Viborg, segir að Moses vilji spila meira og því hafi hann fengið leyfi til að fara til Víkings á reynslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner