Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. febrúar 2021 08:35
Elvar Geir Magnússon
City gefst upp á Lautaro - Klopp pirraður
Powerade
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Nýr samningur eða ekki?
Nýr samningur eða ekki?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Slúðurpakkinn er mættur í öllu sínu veldi. BBC tók saman það helsta úr götublöðunum. Shawcross, Gibbs, Martínez, Solskjaer, Klopp, Stones, Ederson, Hodgson og fleiri koma við sögu.

Inter Miami, MLS-félag David Beckham í Bandaríkjunum, vill fá tvo fyrrum landsliðsmenn Englands; miðvörðinn Ryan Shawcross (33) frá Stoke og bakvörðinn Kieran Gibbs (31) frá West Brom. (Sun)

Manchester City hefur gefið upp von um að fá argentínska sóknarleikmanninn Lautaro Martínez (23) en búist er við því að hann skrifi undir nýjan samning við ítalska A-deildarfélagið. (Eurosport)



Jurgen Klopp er pirraður út í innkaupastefnu Liverpool eftir að félagið reyndi ekki við senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly (29) hjá Napoli í janúarglugganum. (Sun)

Ander Herrera hjá Paris St-Germain telur að fjárhagsreglurnar Financial Fair Play muni koma í veg fyrir að franska félagið fái Lionel Messi (33) frá Barcelona. (El Larguero)

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að það yrði heiður að fá Mohamed Salah (28) frá Liverpool en segir engar áætlanir uppi í dag um að reyna við egypska sóknarleikmanninn. (ON Time Sports)

Sergio Ramos (34) hefur hafnað boði um nýjan samning við Real Madrid og hyggst fara í annað evrópskt félag á frjálsri sölu í sumar. (Cope)

Manchester United mun bíða þar til í lok tímabils með að ræða við Ole Gunnar Solskjær um nýjan samning. Núverandi samningur er út næsta tímabil. (Sun)

Líklegast er að austurríski vinstri bakvörðurinn David Alaba (28) hjá Bayern München muni ganga í raðir Real Madrid. Chelsea er ekki tilbúið að ganga að launakröfum hans upp á 400 þúsund pund í vikulaun. (ESPN)

AC Milan ætlar að ræða við Zlatan Ibrahimovic (39) um nýjan samning sem mun binda hann hjá félaginu þar til hann verður 41 árs. (Sun)

Manchester City mun í sumar hefja viðræður við varnarmanninn John Stones (26) um nýjan samning. (Times)

Óvissa er hjá Crystal Palace um hvort bjóða eigi Roy Hodgson (73) samning fyrir næsta tímabil. Samningur Hodgson rennur út í sumar. (Mail)

Sóknarmaðurinn Dwight Gayle (31) er ósáttur við lítinn spiltíma hjá Newcastle og gæti farið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í sumar. (Chronicle)

Sænski markvörðurinn Robin Olsen (31) vill ganga alfarið í raðir Everton en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá Roma. (Goal)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, íhugar að láta brasilíska markvörðinn Ederson (27) taka vítaspyrnur. City hefur klúðrað þremur af sjö vítaspyrnum sem liðið hefur fengið á tímabilinu. (Independent)

Gary Neville segir að Manchester United þurfi að kaupa miðvörð og bakvörð í sumar. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner