Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. febrúar 2021 09:38
Elvar Geir Magnússon
Firmino einn af þeim sem eru við „hlið hel­vít­is"
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Pierre Emerick-Aubamayang.
Pierre Emerick-Aubamayang.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino og félagar í Liverpool hafa verið í basli og er brasilíski sóknarmaðurinn á lista spænska blaðsins Marca yfir leikmenn sem eru við „hlið hel­vít­is".

Á listanum eru átta leikmenn sem hafa leikið langt undir væntingum á þessu tímabili.

Titilvörn Liverpool hefur ekki gengið að óskum og liðið fékk 4-1 skell gegn Manchester City á sunnudag.

Firmino hefur ekki staðið fyrir sínu fyrir framan mark andstæðingana á tímabilinu.

Hann skoraði í sigri gegn Tottenham nýlega en það var hans eina mark í síðustu 11 leikjum í öllum keppnum og hann hefur bara skorað samtals sex mörk á tímabilinu.



Tveir leikmenn Tottenham eru á áðurnefndum lista; Dele Alli og Gareth Bale.

Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal er einnig á honum ásamt hans fyrrum liðsfélaga Mesut Özil sem nýlega hélt til Tyrklands.

Aðrir leikmenn á listanum eru Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea, Miralem Pjanic hjá Barcelona, Eden Hazard hjá Real Madrid og Daniel Sturridge sem hefur verið án félags í næstum eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner