mið 10. febrúar 2021 11:31 |
|
Fyrrum kærasta Boateng fannst látin á heimili sínu
Kasia Lenhardt, fyrrum kærasta Jerome Boateng, fannst látin á heimili sínu í Berlín. Hún var 25 ára.
Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
Lenhardt varð þekkt í Þýskalandi árið 2012 þegar hún kom fram í sjónvarpsþáttunum Germany's Next Top Model.
Samband hennar og Boateng hófst fyrir um ári síðan en þau slitu því í upphafi þessa mánaðar.
„Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum þá er sambandi mínu við Kasia Lenhardt lokið. Við förum í sitthvora áttina. Þetta er leiðinlegt en fyrir fjölskyldu mína og mig er þetta eina rétta ákvörðunin," skrifaði Boateng á Instagram þegar þau hættu saman.
Boateng er 32 ára miðvörður sem hefur unnið fjölmarga titla með Bayern München. Þá varð hann heimsmeistari með Þýskalandi 2014.
Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
Lenhardt varð þekkt í Þýskalandi árið 2012 þegar hún kom fram í sjónvarpsþáttunum Germany's Next Top Model.
Samband hennar og Boateng hófst fyrir um ári síðan en þau slitu því í upphafi þessa mánaðar.
„Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum þá er sambandi mínu við Kasia Lenhardt lokið. Við förum í sitthvora áttina. Þetta er leiðinlegt en fyrir fjölskyldu mína og mig er þetta eina rétta ákvörðunin," skrifaði Boateng á Instagram þegar þau hættu saman.
Boateng er 32 ára miðvörður sem hefur unnið fjölmarga titla með Bayern München. Þá varð hann heimsmeistari með Þýskalandi 2014.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
17:01