Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. febrúar 2021 11:30
Miðjan
Seldur eftir að hann kýldi bróður formannsins
Colin Marshall í leik með BÍ/Bolungarvík árið 2011. Hann var seldur frá félaginu eftir að hann kýldi bróður formannsins.
Colin Marshall í leik með BÍ/Bolungarvík árið 2011. Hann var seldur frá félaginu eftir að hann kýldi bróður formannsins.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í þessari viku. Þar ræðir Sammi meðal annars um það þegar Vestri seldi skoska miðjumanninn Colin Marshall í Víking R. á miðju tímabili árið 2011 eftir að leikmaðurinn hafði kýlt bróður hans.

„Þetta var rétt fyrir lokun gluggans í ágúst. Við vorum með mýrarboltamót. Þau voru stór fyrir vestan þó að þau hafi dalað seinni ár," sagði Sammi í þættinum.



„Colin var á svæðinu með einhverjum leikmönnum og síðan hringir bróðir minn, sem hafði verið að keppa í mýrarboltanum, og segir að hann hafi verið kýldur."

„Ég reyndi að gera eins lítið úr þessu og ég gat en hann var brjálaður. Ef það er eitthvað sem ég tek fram yfir fóboltann er það fjölskyldan. Þetta var kannski mjög óprofessional af mér en hann sagðist ekki ætla að tala aftur við mig ef Colin Marshall myndi spila aftur með BÍ/Bolungarvík."

„Ég fór með það áfram og sagði að annað hvort myndum við láta Colin fara eða ég myndi hætta. Niðurstaðn var að við létum Colin Marshall fara í Víking."


„Burtséð frá því hvort þetta hefði verið bróðir minn eða einhver annar þá kýldi hann mann sem var ekki gott. Ég skal viðurkenna að ég er ekki viss um að ég hefði brugðist svona við ef þetta hefði verið einhver annar. Það er samt ekki í lagi að leggja hendur á fólk, hvort sem það er Colin Marshall eða einhver annar."

Colin Marshall kláraði tímabilið með Víkingi sem féll úr Pepsi-deildinni. Hann fór þaðan í B-deildina í Japan áður en hann lauk fótboltaferlinum heima í Skotlandi.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild.
Miðjan - Sammi hefur fengið 90 útlendinga til Ísafjarðar
Athugasemdir
banner
banner
banner