Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   lau 10. febrúar 2024 17:01
Aksentije Milisic
England: Jota, Diaz og Nunez komust á blað - Spurs með dramatískan sigur

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu en á Anfield tók Liverpool á móti Burnley.


Diogo Jota kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Trent-Alexander Arnold en nýliðarnir svöruðu fyrir sig undir lok fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu þá einnig eftir hornspyrnu en Dara O'Shea stangaði þá boltann í netið af krafti.

Liverpool komst í forystu á ný með umdeildu marki á 52. mínútu en Luis Diaz skoraði þá eftir undirbúning frá Harvey Elliott. Gestirnir vildu fá brot í aðdragandanum og höfðu þeir eitthvað til síns máls þar.

Það var síðan Darwin Nunez sem gulltryggði sigurinn en stuttu áður hafði hann klúðrað góðu færi. í stöðunni 2-1 fékk David Datro Fofana dauðafæri til að jafna leikinn en gerði það ekki. Fyrir það refsaði Nunez og Liverpool er aftur komið á toppinn. Manchester City á þó leik til góða. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag.

Tottenham vann dramatískan sigur á Brighton, Sheffield United vann frábæra útisigur á Luton Town, Fulham lagði Bournemouth að velli og þá vann Brentford öflugan útisigur á Wolves þar sem Ivan Toney komst á blað.

Liverpool 3 - 1 Burnley
1-0 Diogo Jota ('31 )
1-1 Dara O'Shea ('45 )
2-1 Luis Diaz ('52 )
3-1 Darwin Nunez ('79 )

Luton 1 - 3 Sheffield Utd
0-1 Cameron Archer ('30 )
0-2 James Mcatee ('36 , víti)
1-2 Carlton Morris ('52 , víti)
1-3 Vini Souza ('72 )

Fulham 3 - 1 Bournemouth
1-0 Bobby Reid ('6 )
2-0 Rodrigo Muniz ('36 )
2-1 Marcos Senesi ('50 )
3-1 Rodrigo Muniz ('52 )

Tottenham 2 - 1 Brighton
0-1 Pascal Gross ('17 , víti)
1-1 Pape Matar Sarr ('61 )
2-1 Brennan Johnson ('90)

Wolves 0 - 2 Brentford
0-1 Christian Norgaard ('35 )
0-2 Ivan Toney ('77 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner