Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 10. mars 2023 14:37
Elvar Geir Magnússon
Morten Beck dregur FH fyrir dómstóla
Morten Beck í leik með FH.
Morten Beck í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Morten Beck Guldsmed hefur ákveðið að draga FH fyrir dómstóla þar sem hann telur félagið skulda sér 14 milljónir króna.

Þetta segir Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hann segir jafnframt að lögmaður Morten Beck fari fram á að FH fái hámarkssekt og verði dæmt í tveggja ára félagaskiptabann.

Sagt er að FH hafi borgað leikmanninum sem verktaka en hann telji sig hafa átt að vera launamann.

„Hann er farinn með FH-inga í dómsalinn. Hann vill meina að FH skuldi sér fyrir meira en tvö tímabil, 14 milljónir. FH viðurkennir að skulda en ekki allan þennan pening. Af gögnum málsins að dæma hefur hann rétt fyrir sér og líklegt að FH-ingar þurfi að borga þetta í topp. Þetta er skítamál fyrir Hafnfirðinga," segir Hjörvar.

Sumarið 2019 skoraði Morten Beck átta mörk í átta leikjum fyrir FH en náði alls ekki að standa undir væntingum eftir það, tímabilin 2020 og 2021. Hann lék með Skive í heimalandinu eftir að hann yfirgaf íslenska boltann en er nú félagslaus.

Uppfært: Valdimar Svavarsson formaður FH staðfestir að félagið hafi fengið kröfur en það hafni þeim alfarið. Málið fari í ákveðinn farveg og félagið ætli ekki að tjá sig um það efnislega að svo stöddu.
Athugasemdir
banner