Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   lau 10. apríl 2021 10:35
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man City og Leeds: Ake og Sterling byrja
Fyrsti leikur dagsins af þremur í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 11:30. Þá mætast Manchester City og Leeds.

Manchester City er með örugga forystu á toppi deildarinnar og þarf ellefu stig úr síðustu sjö deildarleikjum sínum til að vera öruggt með meistaratitilinn.

Vængmaðurinn Jack Harrison getur ekki spilað með Leeds í leiknum í dag þar sem hann er á lánssamningi frá City.

Hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake byrjar hjá City en hann hefur ekki spilað síðan um jólahátíðina vegna vöðvameiðsla. Þá er Raheem Sterling í byrjunarliðinu en hann hefur misst af síðustu leikjum.

Pep Guardiola gerir alls sjö breytingar en hann dreifir áfram álaginu á sínum leikmannahópi í gegnum stíft leikjaálag.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Stones, Ake, Mendy, Fernandinho, Zinchenko, Bernardo, Torres, Sterling, Jesus

(Varamenn: Steffen, Walker, Dias, Gundogan, Rodrigo, De Bruyne, Mahrez, Foden, Garcia)

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Alioski, Cooper, Llorente, Ayling, Phillips, Dallas, Raphinha, Roberts, Costa, Bamford

ENGLAND: Laugardagur
11:30 Man City – Leeds
14:00 Liverpool - Aston Villa
16:30 Crystal Palace - Chelsea



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner