Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 10. apríl 2024 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Rivine yfirgefur Fylki (Staðfest)
Jón var aðalmarkvörður Gróttu tímabilið 2022.
Jón var aðalmarkvörður Gróttu tímabilið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jón Ívan Rivine, sem samdi við Fylki til tveggja ára fyrir síðasta tímabil, hefur yfirgefið félagið - samningur hans við Fylki er ekki lengur í gildi.

Jón var varamarkvörður fyrir Ólaf Kristófer Helgason í fyrra en var ekkert í leikmannahópnum í aðdraganda mótsins í ár.

Jón, sem er 27 ára, kom til Fylkis eftir að hafa verið hjá Gróttu en hann hefur einnig leikið fyrir KV, Berserki og Kríu á sínum ferli.

Í fyrra varði hann mark Fylkis í bikarleiknum á móti Sindra sem Fylkir vann 4-2.

Gudmundur Rafn Ingason hefur verið varamarkvörður Fylkis að undanförnu og í vetur fékk félagið Hilmar Þór Kjærnested Helgason frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner