Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. febrúar 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mögulegar markvarðahræringar hjá Fylki
Ólafur Kristófer.
Ólafur Kristófer.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjallað var um það í gær að Hilmar Þór Kjærnested Helgason væri genginn í raðir Fylkis frá Breiðabliki. Hilmar verður nítján ára seinna í þessum mánuði og var hann þriðji markvörður Blika í fyrra.

Það vekur athygli að Fylkir sé að fá inn markvörð á þessum tímapunkti þar sem liðið er með þá Ólaf Kristófer Helgason og Jón Ívan Rivine á samningi.

Ólafur Kristófer varði mark liðsins gegn Val í Lengjubikarnum en Jón Ívan var ekki í leikmannahópnum. Á varamannabekknum var Guðmundur Rafn Ingason (2004) sem varði mark 2. flokks hjá Fylki á síðasta tímabili. Sömu sögu er að segja af öllum leikjunum í Reykjavíkurmótinu: Ólafur var í markinu, Guðmundur á bekknum og Jón utan hóps.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vill Jón, sem er 27 ára, fara frá Fylki í lið þar sem hann fengi að spila í sumar. Hann er samningsbundinn út komandi tímabil eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning síðasta vetur. Hann hafði varið mark Gróttu tímabilin þar á undan. Á síðasta tímabili lék hann einn bikarleik.

Í vetur hafa einnig heyrst sögur af áhuga erlendra félaga á Ólafi Kristófer og hefur norska félagið Sogndal verið nefnt þar til sögunnar. Það gæti því verið að með komu Hilmars, sem skrifar undir fjögurra ára samning, sé Fylkir að undirbúa sig fyrir einhverjar breytingar í markvarðamálum.
Athugasemdir
banner
banner