Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 10. apríl 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Kristófer hjá Fylki til 2027
Í leiknum gegn KR á sunnudaginn.
Í leiknum gegn KR á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki út árið 2027 en fyrri samningur hans átti að renna út í lok þessa árs.

Ólafur Kristófer, sem er 21 árs, er aðalmarkvörður Fylkis og hefur spilað fjóra leiki fyrir U21 landsliðið og alls 22 leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann hefur í vetur verið orðaður við norska félagið Sogndal þar sem hans fyrrum liðsfélagi, Óskar Borgþórsson, spilar.

Ólafur Kristófer lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 með Fylki og lék svo á láni með Elliða, venslaliði Fylkis, árið 2020. Hann lék svo sjö leiki með Fylki sumarið 2021 og var árið 2022 orðinn aðalmarkvörður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner