Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki út árið 2027 en fyrri samningur hans átti að renna út í lok þessa árs.
Ólafur Kristófer, sem er 21 árs, er aðalmarkvörður Fylkis og hefur spilað fjóra leiki fyrir U21 landsliðið og alls 22 leiki fyrir yngri landsliðin.
Ólafur Kristófer, sem er 21 árs, er aðalmarkvörður Fylkis og hefur spilað fjóra leiki fyrir U21 landsliðið og alls 22 leiki fyrir yngri landsliðin.
Hann hefur í vetur verið orðaður við norska félagið Sogndal þar sem hans fyrrum liðsfélagi, Óskar Borgþórsson, spilar.
Ólafur Kristófer lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 með Fylki og lék svo á láni með Elliða, venslaliði Fylkis, árið 2020. Hann lék svo sjö leiki með Fylki sumarið 2021 og var árið 2022 orðinn aðalmarkvörður liðsins.
Athugasemdir