Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 20:50
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Í brasi varnarlega
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Holland vann Ísland í vináttulandsleik í Rotterdam í kvöld. Þetta var siðasti undirbúningsleikur Hollendinga fyrir Evrópumótið.

Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Hákon Rafn Valdimarsson 6
Hafði nóg að gera og mörkin skrifast ekki á hann.

Bjarki Steinn Bjarkason 5
Missti Malen frá sér í þriðja marki Hollands.

Sverrir Ingi Ingason 5
Ísland náði ekki upp eins öflugri varnarframmistöðu og gegn Englandi. Átti skalla sem fór framhjá í seinni hálfleik.

Valgeir Lunddal Friðriksson 5
Spilaði í óvanalegri stöðu í miðverðinum í kvöld.

Kolbeinn Finnsson 5
Hafði mikið að gera í fyrri hálfleik og var í töluverðu brasi. Spilaði Van Dijk réttstæðan í öðru marki Hollands.

Arnór Ingvi Traustason 6
Lék fyrri hálfleikinn.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Skilaði sínu ágætlega.

Jón Dagur Þorsteinsson 7
Eini sem var eitthvað að gera sóknarlega hjá okkur í fyrri hálfleik. Var að pirra Hollendingana.

Hákon Arnar Haraldsson 6
Átti fína spretti þó stjarna hans hafi ekki skinið eins skært og á Wembley.

Mikael Anderson 5
Var ekki mjög áberandi.

Andri Lucas Guðjohnsen 5
Duglegur en hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá honum sóknarlega.

Varamenn:

Stefán Teitur Þórðarson 6
Kom inn í hálfleik og átti stangarskot þegar um 20 mínútur voru eftir.

Ísak Bergmann Jóhannesson 5
kom inn á 62. mínútu.

Aronór Sigurðsson 5
Kom inn á 62. mínútu.

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner