mið 10. júlí 2019 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmdur fyrir dólgslæti og má ekki koma nálægt Anfield
Anfield, heimavöllur Liverpool.
Anfield, heimavöllur Liverpool.
Mynd: Getty Images
Maðurinn sem ýtti að minnsta kosti tveimur mismunandi einstaklingum ofan í gosbrunn í Barcelona fyrir undanúrslitin í Meistaradeildinni í maí hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótbolta.

Einnig er sagt að hann hafi togað niður buxurnar á öryggisverði nálægt Anfield-leikvangnum þegar Liverpool spilaði við Wolves í vikunni á eftir.

Hann má ekki mæta á fótboltaleiki í þrjú ár.

Auk þess verður hann að vera að minnsta kosti í 1,6 kílómetra fjarlægð frá Anfield, heimavelli Liverpool, fjórum klukkustundum fyrir leik á vellinum og einni klukkustund eftir leik á vellinum.

Hann má ekki ferðast til borgar ef útileik þar og verður hann að vera í rúmlega þriggja metra fjarlægð við Goodison Park ef Liverpool er að spila við Everton þar.

Hann gæti farið í sex mánaða fangelsi ef hann gerir eitthvað af þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner