Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Benzema bar fyrirliðabandið og skoraði úr víti
Benzema með fyrirliðabandið.
Benzema með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í spænsku La Liga í kvöld þegar 35. umferð deildarinnar lauk. 36. umferðin hefst á morgun og lýkur á mánudag.

Í fyrri leik dagsins var alvöru dramatík þegar Domingos Duarte tryggði gestunum í Granada sigur gegn Sociedad í San Sebastian. Gestirnir komust í 0-2 en mörk frá Mikel Merino og Mikel Oyarzabal sáu til þess að staðan var jöfn á 83. mínútu. Mark Duarte kom á 88. mínútu og heldur vonum í Evrópudeildardraumum Granada.

Á Santiago Bernabeu sigruðu heimamenn í Real Madrid gestina í Alaves. Real lék án Dani Carvajal og fyrirliðans Sergio Ramos þar sem þeir tóku út leikbann.

Framherjinn Karim Benzema bar fyrirliðabandið í fjarveru Ramos og tók einnig vítaspyrnu Real í leiknum í fjarveru miðvarðarins sem iðulega tekur spyrnur Madridinga. Benzema skoraði fyrra mark Real á 11. mínútu og Marco Asensio bætti við öðru marki heimamanna á 51. mínútu. VAR skoðaði það mark og staðfesti að það væri löglegt.

Real er í toppsæti La Liga með fjögurra stiga forskot ásamt betri innbyrðis stöðu gagnvart Barcelona þegar níu stig eru í pottinum.

Real Madrid 2 - 0 Alaves
1-0 Karim Benzema ('11 , víti)
2-0 Marco Asensio ('51 )

Real Sociedad 2 - 3 Granada CF
0-1 Antonio Puertas ('21 )
0-2 Roberto Soldado ('43 )
1-2 Mikel Merino ('47 )
2-2 Mikel Oyarzabal ('83 )
2-3 Domingos Duarte ('88 )
Athugasemdir
banner
banner